Þegar þú ferð út á lífið í Reykjavík þá stendur þér allt mögulegt til boða. Það er auðvelt að hImage result for Reykjavík!laupa á milli skemmtistaðanna í miðbæ Reykjavíkur þar sem þeir eru allir steinsnar frá hver öðrum. Viljir þú skjótast frá dansstað yfir á stað sem bíður upp á lifandi músík þá er það ekkert vandamál og leigubílar eru algjörlega óþarfir. Okkur datt í hug að taka saman nokkra af bestu og vinsælustu skemmtistöðum Reykjavíkur.

Austur er eflaust einn stærsti og vinsælasti dansstaður í miðbæ Reykjavíkur og stendur við Austurstræti. Það er stórt dansgólf sem fyllist fljótt eftir miðnætti og dansinn dunar fram að lokun staðarins. Stór bar er að sjálfsögðu á staðnum og þarna getur þú skemmt þér fram eftir nóttu en Austur lokar ekki fyrr en kl. 04:00 á föstudögum og laugardögum.

Á Hverfisgötunni er Bar 11, rokkbar með meiru og nýtur sífelldra vinsælda á meðal innfæddra. Þar á bæ er mikil rokk stemning um helgar og oft troða hljómsveitir upp á staðnum. Sértu í rokk-gír þá skalltu skella þér á Bar 11.

Á horni Bankastrætis og Ingólfsstrætis er Prikið, vinsælasti og besti Rap/R&B staður Reykjavíkur. Prikið er opið alla daga frá 08:00 (11:00 um helgar) og býður upp á skemmtilegan matseðil. Um helgar er svo mikið næturstuð þar sem oft er boðið upp á lifandi tónlist og dúndrandi R&B. Prikið er opið til kl. 04:30 á föstudögum og laugardögum og mælum við með að þú kíkir þangað hvort sem þú vilt skemmta þér eða fá þér gott að borða.

Sértu að leita að ekta íslenskri stemningu þá er Íslenski barinn fyrir þig. Íslenski barinn stendur við Ingólfsstræti og opnar dyr sínar alla daga kl. 11:30 þar sem þú getur notið ekta íslenskra rétta. Um helgar er barinn líflegur allt til lokunar og þarna er tilvalið að setjast niður og taka gott spjall. Íslenski barinn er opinn til kl. 03:00 um helgar.