Ísland hefur verið þekkt fyrir fjörugt næturlíf áratugum saman og á því verður eflaust ekkert lát í framtíðinni. Ferðamenn sem koma til Íslands til að skemmta sér eru heldur betur á réttum stað en rétt er að kynna sér venjur íslendinga þegar kemur að næturlífinu. Reykjavík er ekki stór borg en hefur engu að síður þann heiður að vera sú borg sem státar af þeim heiðri að vera ein besta skemmtanaborg í heimi. Hvað gerir Reykjavík að svona skemtilegri “djamm”borg?Image result for Reykjavík!

Það fyrsta er kannski hversu auðvelt það er að flækjast á milli skemmtistaða borgarinnar sem eru nánast allir í miðborg Reykjavíkur. Þar finnurðu alla flóruna af skemmtistöðum; dansstaði, pöbba, spotbari, LGBT staði og svona má áfram telja. Ekki er óalgengt að sjá innfædda þræða Austurstræti og Laugarveginn endilangan til að fara á milli staða. Opnunartímar bara og staða í Reykjavík eru eflaust framandi fyrir einhverja en það er allur gangur á því hvenær staðirnir loka. Á meðan einn staður lokar dyrum sínum kl. 01:00 lokar annar staður kl. 05:00. Þar af leiðandi eru íslendingar ekki snemma á ferðinni í miðbænum um helgar. Venjulegur íslendingur situr að sumbli í góðra vina hópi áður en haldið er í bæinn en það orsakar hátt verð áfengis á flestum stöðum bæjarins. Innfæddir fara þó að láta sjá sig í miðbænum milli kl. 00:30 og 02:00.

Íslendingar eru einstaklega opnir og ennþá opnari í glasi. Því skaltu ekki vera feimin þó að innfæddir vilji fá ævisögu þína á einu bretti, hvort sem þeir þekki þig eða ekki. Taktu því bara með opnum örmum og kannski færðu boð í eftirpartý sem þýðir bara eitt… “djamm” til hádegis daginn eftir.

Við mælum með að þú takir þér blund áður en þú tekur þátt í íslensku næturlífi því þetta mun vera löng en óhemju skemmtileg nótt. Góða skemmtun!