Á Íslandi er ógrynni af sundlaugum og sundlaugamenning íslendinga er eflaust sér á parti í heiminum. Sundlaugar finnast í öllum hverfum Reykjavíkur sem og á öllu landinu. Sértu á ferðinni í Reykjavík þá eru hér nokkrar skemmtilegar sundlaugar sem hægt er að heimsækja.

Sundhöll Reykjavíkur er án efa ein elsta sundlaug landsins en hún var byggð 1937 og hefur verið í stöðugri notkun allar götur síðan. Sundhöllin bauð upp á innilaug með stökkbrettum, barnalaug og heita potta þar til árið 2017 þegar að viðbygging Sundhallarinnar var opnuð. Nú er boðið upp á bæði inni- og útilaug, barnalaug, heita potta, kaldan pott og vaðlaug svo fátt eitt sé nefnt. Sundhöll Reykjavíkur stendur við Barónsstíg, aðeins steinsnar frá Laugaveginum, helstuImage result for Sundlaugar í Reykjavík verslunargötu Reykjavíkur og er því stutt í sund eftir langan verslunardag.

Í Laugardalnum er Laugardalslaug og er hún rétt hjá Laugardalsvelli, helsta fótboltavelli landsliðs Íslands. Laugin hefur notið vinsælda á meðal Reykvíkinga öldum saman en fyrst er minnst á baðlaug á svæðinu árið 1772. Laugin er stór og mikil og því auðvelt fyrir fólk að taka góða sundspretti þar. Einnig eru heitir pottar, barnalaug, vatnsrennibraut, innilaug og sjópottur. Laugardalslaug býður einnig upp á fría sundleikfimi og sundkennslu. Þú verður ekki svikinn af ferð í Laugardalslaugina.

Að lokum viljum við nefna Vesturbæjarlaug en hun stendur við Hofsvallagötu í Reykjavík. Notkun á lauginni var hafin árið 1961 og þar er að finna sundlaug, fimm heita potta (þar af eru tveir nuddpottar), barnalaug, gufubað og eimbað. Líkamsræktaraðstaða er einnig fyrir hendi á svæðinu sem og nokur leiktæki fyrir yngri þjóðina sem heimsækir laugina. Þes má einnig geta að gufuböðin eru kynjaskipt og því er engin ástæða fyrir feimni.

Hvort sem þú ert í miðbæ Reykjavíkur eða í úthverfum borgarinnar þá muntu finna sundlaug í þínu nánasta umhverfi. Ekki missa af því að upplifa sundlaugamenningu íslendinga.