Stórfjölskylda hvala festust í Kolgrafafirði

Grindhvalur er sjaldséður við strendur Íslands en þó gerðist það í Kolgrafafirði við Snæfellsnes að milli þrjátíu og fimmtíu grindhvalir festust í firðinum þann 12. ágúst síðastliðinn. Björgunarsveitin Klakkur var kölluð út til að aðstoða hvalina við að rata út úr firðinum svo þeir myndu ekki stranda þar og missa lífið. Um tíu björgumarsveitafólk voru á gúmmíbátum til að smala hvölunum úr firðinum.

Þótti þetta einstakt tilfelli þar sem að grindhvalur er djúpsjávarhvalur og finnst því sjaldan og nánast aldrei við strendur. Hefði öll hjörðin strandað hefði orðið verulega slæmt ástand í Kolgrafafirði. Björgunaraðgerðin tók þónokkuð langan tíma en gékk að lokum og allir grindhvalirnir voru komnir út á sjó.

Grindhvalir fara um í fjölskylduhópum og því má reikna með að einn úr hópnum hafi ákveðið að fara í könnunarleiðangur um fjörðinn og öll fjölskyldan hafi fylgt á eftir. Vakti björgun hópsins mikla athygli og voru margir áhorfendur á svæðinu.

Grindhvalir er ein af þeim hvalategundum sem halda sig í kringum Ísland og fleiri norðurlönd. Þessi myndalega tegund kemur af ættum höfrunga Image result for ættum höfrungaog er því einstaklega vel gefin, þó það hafi ekki endilega endurspeglast í gjörðum hjarðarinnar í Kolgrafafirðinum. Grindhvalir halda sig í fjölskylduhópum en kunna engu að síður að forðast úrkynjun innan hópsins, eru duglegir að hjálpast að og afla fæðu saman. Það er svo ættmóðirin í hópunum sem leiðir fjölskylduna um höfin og þegar hún er orðin öldruð og gefur upp öndina þá tekur sú næsta við leiðtogahlutverkinu. Mætti ætla að ættmóðirin í þessum tiltekna hóp sé orðin háöldruð fyrst hún villtist svo illilega af leið.

Sem betur fer búum við íslendingar svo vel að eiga stórkostlegar björgunarsveitir um allt land, uppfullar af frábærum konum og körlum sem veigra sér ekki við að fórna áætlunum sínum fyrir menn og dýr. Þökk sé flottu björgunarfólki er allri grindhvalafjölskyldunni óhætt.