Spilavíti og fjárhættuspil á Íslandi – er slík afþreying aðgengileg?

Það gefur auga leið að ekki er auðvelt að spila fjárhættuspil á Íslandi sökum núverandi laga.

Margt hefur þó breyst með tilkomu internetsins og spilavíti á netinu njóta vinsælda hjá íslendingum. Þó að þú finnir ekki bar með rúllettuborði eða pókerborði er ekki þar með sagt að þú getir ekki notið þess að spila slík spil. Þú getur einfaldlega slakað á á hótelinu eða í íbúðinni þinni og nýtt þér þjónustu á borð við online-casinos.is íþróttaveðmál og þannig fengið skemmtilega upplifun af spilavíti.

Þó að lög Íslands banni spilavíti og skylda starfsemi eru örfá fjárhættuspil (spilakassar, getraunir, lottó, bingó) sem leyfilegt er að stunda. Þessi fyrirtæki eru með sínar bækistöðvar í miðbæ Reykjavíkur. Rekstur allra þessara staða löglegur.Image result for Spin Palace

Viljirðu nýta þér spilakassa í Reykjavík þá eru staðir Háspennu fyrir þig. Um árabil hefur Háspenna verið starfrækt í miðbæ Reykjavíkur og býður eingöngu upp á spilakassa. Háspennu er að finna á Lækjartorgi og við Hlemm. Annað fyrirtæki sem býður upp á spilakassa er Íslandsspil en þeir starfrækja spilakassa víða um landið. Þeir eru ekki með eina eða tvær staðsetningar eins og Háspenna, þeir gera út sína kassa á stöðum með veitingaleyfi og einnig í söluturnum víða um Ísland. Spilir þú í spilakössum á Íslandi styrkir þú Háskóla Íslands, Rauða Krossinn, SÁÁ og Slysavarnafélagið Landsbjörg.

Íslendingar eru miklir áhugamenn um lottó og getraunir og er Laugardagslottóið þar vinsælast enda geta vinningarnir orðið ansi myndalegir. Úr mörgu er að velja þegar kemur að lottó og getraunum; laugardagslottói’, 1X2 víkingalottó og ýmislegt fleira.

Vinabær er bingóstaður borgarbúa og stendur alveg undir væntingum. Þar er oftar en ekki fullt út úr dyrum af ólíku fólki sem er bíður spennt fyrir skemmtilegu bingókvöldi. Skellir bingópennana óma þar allt kvöldið við mikla kátínu gestanna. Í Vinabæ getur myndast frábær stemning með skemmtilegu fólki. Fyrir áhugamenn bingós er Vinabær rétti staðurinn og er u.þ.b. 5 mínútna göngutúr frá Hlemmi.