Spilavíti á Íslandi

Á Íslandi eru margir áhugamenn um fjárhættuspil, rétt eins og annars staðar í heiminum. Fjöldi íslendinga stunda fjárhættuspil en sækist þeir eftir almennilegu spilavíti þurfa þeir að fara erlendis til að fá raunverulega upplifun af alvöru fjárhættuspili. Sannleikurinn er nefnilega sá að spilavíti eru ólögleg á Íslandi og hafa verið það allt frá árinu 1940. Samkvæmt lögum Alþingis íslands er það með öllu óleyfilegt að hafa veðmál og fjárhættuspil að atvinnu og skuli sá sem það gerir sæta refsingu. Einungis örfáar undantekningar eImage result for JackpotCityru frá lögunum; happdrætti, getraunir, spilakassar og lottó. Íslendingar nýta sér einnig þjónustur á borð við  íþróttaveðmál Spin Palace Premium Casino app sér til skemmtunar.

Umræðan um spilavíti hefur komið upp reglulega í gegnum árin. Frumvörp hafa nokkrum sinnum verið lögð fram á Alþingi um leyfisveitingu spilavíta og var það þingmaður Framsóknarflokksins, Willum Þ. Þórsson, sem reið á vaðið árið 2011 ásamt 12 öðrum þingmönnum. Willum lagði fram frumvarp öðru sinni árið 2014 en allt kom fyrir ekki og eru spilavíti enn ólögleg á Íslandi. Flokksmenn Framsóknarflokksins voru ekki sérlega hrifnir af uppátæki Willums þar sem 60% flokksmanna eru á móti slíku frumvarpi. Það sama má segja um íslendinga almennt. Síðasta rannsókn sem gerð var á þessu málefni, þ.e.a.s. hvort íslendingar séu hlynntir eða andvígir spilavítum, var gerð árið 2014. Kom þá í ljós að 70% íslendinga eru andvítir því að spilavíti rísi á Íslandi.

Þingmenn hafa þó ekki gefist upp á þessu málefni og var frumvarp um spilavíti aftur lagt fram árið 2016. Eftir að fjárhættuspil varð aðgengilegt á netinu hefur spilamennska breyst svo um munar á meðal íslendinga og hefur það vakið athygli á Alþingi. Var meðal annars haft orð á því að um þversagnir sé að ræða í íslenskum lögum þar sem sum fjárhættuspil, s.s. spilakassar séu lögleg en ekki önnur. Þó svo að umræðan hafi vakið athygli þá hefur engin breyting orðið á lögum Íslands hvað varðar spilavíti og fjárhættuspil. Þó telja margir að breyting verði þar á í framtíðinni.