Skaftárhlaup hófst 3. ágúst

Jökulhlaup er nokkuð sem gerist á nokkurra ára fresti á Íslandi en jökulhlaup er þegar óhemju mikið vatn bImage result for Skaftárhlaup hófst 3. ágústrýst undan jökli og flæðir til sjávar. Núna í byrjun ágúst hófst hlaup í Skaftá og er það ekki í fyrsta skipti sem slíkt gerist. Í byrjun október árið 2015 braust út hlaup í Skaftá og var það stærsta hlaup sem menn muna eftir en hlaupið eyðilagði brú yfir Eldvatn og flæddi yfir vegi sem olli miklum skemmdum. Viðgerðir eftir hlaupið stóðu yfir í langan tíma eftir að vatnsflaumurinn minnkaði en nú er sama ógnin að rísa upp aftur, þremur árum eftir síðasta Skaftárhlaup.

Hlaupið í Skaftá hófst 3. ágúst en þessi fyrsta helgi ágústmánaðar er allra stærsta ferðehelgi íslendinga, Verslunarmannahelgin. Má því ætla að margir séu á ferðalagi um landið og hlaupið getur eflaust strik í reikninginn fyrir marga ferðalanga. Skaftárhlaup getur staðið yfir í nokkra daga og jafnvel vikur. Árið 2015 var ný brú byggð yfir Eldvatn en nú óttast heimamenn að nýja brúin standi ekki af sér hlaupið sem nú er hafið, svo öflugur er vatnsflaumurinn. Slík jökulhlaup eins og þetta getur einnig valdið tjóni á mönnum og dýrum en ótal kindur sem leika lausum hala um landið á sumrin hafa drukknað í jökulárhlaupum. Þá eu einnig dæmi um að gasmengun hafi orðið í jökulhlaupum sem eru skaðleg og geta valdið yfirliði hjá fólki.

Björgunarsveitir, almannavarnir og lögregluyfirvöld hafa farið í að rýma nærliggjandi svæði, meðal annars Langasjó, Hólaskjól og Sveinstind. Fleiri tugir björgunarmanna og kvenna fara um svæðið til að vara göngumenn og ferðalanga við en vitað er til þess að hópar ferðamanna og göngufólks sé á svæðinu. Mikilvægt er að innlendir sem og erlendir gestir svæðisins séu meðvitaðir um hættuna sem getur skapast í kringum Skaftárhlaup og láti vita af sér séu þeir í námunda við það.