Náttúra Íslands er einstaklega falleg og er frábrugðin flestu sem erlendir geImage result for Náttúrulaugar á Íslandistir landsins þekkja. Eitt af undrum náttúru Íslands eru heitu náttúrulaugarnar og lónin sem er hægt að finna á hverju landshorni landsins. Sértu á ferðalagi um Ísland þá mælum við með að þú skellir þér í náttúrulaug. Við tókum saman nokkrar laugar sem við mælum sérstaklega með að gestir landsins gefi sér góðan tíma til að skoða og njóta.

Á Suðurlandi er eflaust þekktasta náttúrulón Íslands, Bláa lónið en það er staðsett á Reykjanesskaga. Bláa lónið myndaðist 1976 og fólk var farið að baða sig þar 5 árum síðar. Það kom í ljós að böðun í Bláa lóninu hefur góð áhrif á sjúkdóminn psorisasis og hefur fólk hvaðan af úr heiminum nýtt sér lónið í þeim tilgangi að fá bót meina sinna. Bláa lónið er tilvalið fyrir alla aldurshópa og er hin besta skemmtun.

Fyrir norðan, nánar tiltekið við Mývatn, eru jarðböðin en þau hafa verið í notkun svo öldum skiptir. Þó hafa Jarðb0ðin við Mývatn tekið stakkaskiptum á síðastliðnum áratugum þar sem aðstaðan í kringum böðin var beturumbætt. Nú er þar veitingastaður, verslun og stórglæsileg baðaðstaða. Náttúran sem umlykur jarðböðin er einstök og gerir upplifunina ennþá betri. Það er vel þess virði að stinga sér ofan í jarðböðin sé maður á ferð í nágreni við Mývatn.

Sértu á ferð um hálendi Íslands þá er Laugafell náttúrulaug sem þú verður að heimsækja. Laugafell er ósnert, heit náttúrulaug og er norðan við Sprengisandsleið. Það er ekki búið að gera Laugafell að þessum risum eins og Bláa lónið og Jarðböðin við Mývatn eru, þarna ertu í tengslum við náttúruna og fjarri allri byggð. Laugin er falleg, hitastigið er fullkomið og þar er lítið hús þar sem gestir Laugafells getur skipt yfir í sundfatnaðinn. Stórkostleg náttúrulaug sem þú mátt ekki missa af á leið þinni um hálendið.