Á Íslandi eru ótal margar náttúruperlur og hægt er að skoða þær í návígi. Við skoðuðum nokkra stór skemmtilega möguleika fyrir þig til að njóta náttúru Íslands á einstakan hátt.

Á Snæfellsnesi er Snæfellsjökull og þar er boðið upp á gönguferðir upp jökulinn. Þar færðu allt sem þú sækist eftir sem göngugarpImage result for Náttúruferðir á Íslandi.ur; stórkostleg útsýni, frábæra gönguferð og landfræðileg undur. Ferðin tekur um það bil 6-8 tíma og er vel þess virði fyrir þá sem vilja njóta íslenskrar náttúru upp á sitt besta.

Á suðurlandi er Jökulsárlón og þar er boðið upp á kajak ferðir fyrir stóra sem smáa. Þar ferðu um lónið og staldrar við á hinum ýmsu stöðum eins og við Sólheimajökul og Seljalandsfoss. Ekki er krafist reynslu á kajak, kajakarnir eru stapílir og auðveldir í notkun fyrir alla. Stórbrotin ferð sem er vel þess virði að gefa sér tíma til að njóta. Á veturna er einnig boðið upp á göngur upp á Sólheimajökul þar sem er líklegt að þú munir upplifa dýrð norðurljósa sem dansa yfir landinu á veturna.

Gullni hringurinn er klassísk ferð og þar færðu að kynnast elsta þingi heims sem er staðsett á Þingvöllum, Gullfossi og Geysi. Þessar ferðir eru einstaklega skemmtilegar og saga Þingvalla er bæði fræðandi og áhugaverð. Gullfoss og Geysir eru einnig fallegir áfangastaðir og það er ekki ólíklegt að þú munir upplifa alvöru geysi gjósa í heimsókn þinni. Ómissandi ferð sem gefur áhugaverða mynd af íslenskri menningu sem og fegurð.

Viljirðu kynnast íslenska hestinum þá eru hestaleigur um allt land. Íslenski hesturinn er einstök og blíð skepna og skemmtileg með eindæmum og því er vel þess virði að eyða degi á baki íslensks hests. Víða er boðið upp á sérstakar ferðir, svo sem hestaferðir upp á jökla og inn í fallega dali svo fátt eitt sé nefnt. Hvort sem þú ert hestamanneskja eða ekki þá muntu ekki vera svikinn af því að eyða degi á baki íslensks hests.