Mannskemmandi að horfa á The Kardashians

Það eru eflaust fáir sem hafa ekki heyrt um Kardashian fjölskylduna en líf þeirra á skjánum í þáttaröðunum “Keeping up with the Kardashians”Image result for Keeping up with the Kardashians er ómissandi skemmtiefni fyrir stóran hóp fólks. Þó gætu þessar fréttir verið erfiðar fyrir aðdáendur fjölskyldunnar en ný rannsókn segir að áhorf á Kardashians fjölskylduna geri þig að verri persónu.

Samkvæmt nýrri rannsókn fyrir London School of Economics, getur áhorf á Kardashian-fjölskylduna gert þig í raun að verri manneskju. Rannsóknin einbeitti sér að “efnislegri miðlun” sem vanalega sveipar töfraljóma yfir frægð, lúxus og auð.”

Samkvæmt fjölmiðlinum The Telegraph, notaði rannsóknin tvo hópa við rannsóknina, í heildina voru þetta 487 einstaklingar. Fólkinu sem tók þátt í rannsókninni var sýnt ákveðið efni – einum hóp var sýndir þættir á við Keeping up with the Kardashians og álíka þætti sem innihalda efnislega miðlun á meðan hinum hópnum fengu að sjá þætti sem voru meira fréttatengdir og samanstóðu af hlutlausum myndum og hlutlausu landslagi.

Eftir að hafa horft á þættina fengu þátttakendur að taka könnun og voru spurðir spurninga varðandi þættina. Samkvæmt rannsókninni þá sýndu þeir, sem horfðu á Keeping up with the C-Kardashians og aðra svipaða þætti, meira af “efnishyggjulegu viðhorfi og neikvætt viðhorf gagnvart velferð.”

Höfundur rannsóknarinnar, Dr. Rodolfo Leyva frá LSE’s Department of Media and Communications department sagði:

“Manneskjur eru í eðli sínu efnishyggjuverur en einnig mjög félagslindar og samfélagslegar.

Hvernig þetta er tjáð veltur á menningu okkar. Ef meiri áhersla er lögð á efnishyggju sem leið til að vera hamingjusamur, gerir þetta okkur líklegri til að vera eigingjörn og and-félagsleg og þar með höfum við enga samkennd gagnvart fólki sem er ekki eins lánsamt.”

Á meðan þú telur að þetta sé bara heilalaust efni til að eyða tímanum þá kemur það í ljós að það að horfa á svona rusl í sjónvarpi getur í rauninni gert þig að hræðilegri manneskju. Farðu varlega í þetta áhorf.