Kvikmyndir sem þú vissir líklega ekki að væru byggðar á sönnum atburðum

Myndir sem eru byggðar á sönnum atburðum geta haft mikil áhrif á áhorfandann og oft fer maður á Google til að grenslast meira fyrir um viðkomandi mynd. Þú vissir það kannski ekki, en eftirfarandi kvikmyndir eru byggðar á sönnum atburðum.

“The Notebook” sem gefin var út 2004 lifir enn góðu lífi og er án efa ein sú hjartnæmasta ástarsaga sem hefur komið út. “The Notebook” kom fyrst út sem bók og rithöfundurinn, Nicholas Sparks, byggði söguna lauslega eftir lífi ömmu og afa eiginkonu sinnar en þau höfðu verið gift í 60 ár þegar hann hitti þau. Saga þeirra var góður efniviður í bók og ennþá betri sem kvikmynd.

“Chicago” kom fyrst út sem leikrit, svo þögul kvikmynd, ennþá seinna söngleikur á Broadway og að lokum söngvamynd. Leikritið var skrifað af Maurine Dallas Watkins árið 1926 og var byggt á raunverulegum morðum sem hún hafði lesið um í Chicago Tribune. Cecil B. DeMille aðlagaði sögu Watsons fyrir sviðið og sló það rækilega í gegn og hefur gert allar götur síðan. Allt saman hófst þetta þegar Watson var í Harvard og heyrði af cabaret söngkonum sem myrtu eiginmenn sína árið 1924. Sumum nöfnum var að sjálfsögðu breytt en sögurnar eru allar mjög svipaðar.

Einn ástsælasti og þekktasti söngleikur heims, “The Sound of Music” Image result for The Sound of Musicer innblásinn af lífi Maria Augusta Von Trapp. Vefsíðan “Goodreads” segir um bók Von Trapp: ““Barónessa Maria Augusta Trapp segir frá, með sínum eigin einföldu og fallegu orðum, stórkostlegri ástarsögu hennar og barónsins, flótta þeirra frá Austurríki á tíma nasismans og lífi þeirra í Ameríku.” Stærsti munur á milli raunverulegu frásagnarinnar og kvikmyndarinnar er sá að faðirinn í myndinni var mun verri en faðirinn í raunveruleikanum en hann var í raun mjög góður og kærleiksríkur. Fleira er frábrugðið í raunverulegu sögunni og í kvikmyndinni og er það skráð á ríkisskjalasafni Bandaríkjanna.

Þú munt eflaust horfa á þessar kvikmyndir með öðrum augum hér eftir.