Íslenska landsliðið í 32. sæti á FIFA listanum

Íslenska landslið karla í fótbolta kemur ekki mjög vel út í breyttum útreikningi á nýjasta styrkleikalista FIFA. Íslenska landsliðið fellur niður frá 22. sæti og er liðið núna í þrítugasta og öðru sæti á listanum. Við síðustu birtingu listans var íslenska landsliðið í tuttugasta og öðru sæti en sá listi var birtur stuttu fyrir HM keppnina í Rússlandi í sumar. Íslanska landsliðið hafði einnig náð sætum fyrir ofan það tuttugasta nokkrum sinnum nokkrum mánuðum áður.Image result for Íslenska landsliðið í 32. sæti á FIFA listanum

FIFA tók þá ákvörðun að breyta útreikningum listans og var því útgáfu listans seinkað um viku. Hefðu gömlu útreikningarnir enn verið í gildi þá hefði íslenska landsliðið einungis farið niður um 2 sæti en ekki heil 10 sæti.

Þær voru þónokkrar Evrópuþjóðirnar sem tóku ekki þátt og voru ekki með í keppninni í Rússlandi í sumar. Margar þeirra eru þó ofar á lista FIFA en Ísland. Má þar meðal annarra nefna, Norður-Írland, Holland, Rúmeníu, Ítalíu og Austurríki en öll þessi lönd eru fyrir ofan þrítugasta sæti listans. Einnig má geta þess að Ísland var ekki eina landið sem féll um tíu sæti en Pólland er þar með okkur í hóp og situr nú í 18. sæti listans.

Núverandi heimsmeistarar, Frakkland, fara upp um heil 6 sæti og eru þar af leiðandi á toppi listans en það er í fyrsta skipti í 16 ár sem Frakkar komast aftur á topp FIFA listans. Belgía er í öðru sæti og Brasilía situr í þriðja sæti. Króatar taka heldur betur hástökk á listanum eftir að hafa staðið sig óhemju vel á mótinu og stukku frá tuttugasta sæti listans í það fjórða.

Íslendingar eru óhemju stoltir af fótboltastrákunum sínum og hafa þeir verið landi og þjóð til sóma. Það er óhætt að segja að ný tilhlökkun sé búin að hreiðra um sig hjá landanum: EM og HM á næstunni því íslenska liðið er ekki af baki dottið.