Íslendingar umvefja tækifærin sem eru í augsýn

Kreppan sem sló heiminn árið 2008 hafði stór áhrif á Ísland, íslenska menningu og þjóðlíf. Árin sem fylgdu voru erfið fyrir efnahag þjóðarinnar og fyrir hinn almenna borgara sem þurfti að halda uppi heimili og fjölskyldu. Það var ljóst að íslenska þjóðin mundi þurfa að streða mikið á komandi misserum og það var raunin fyrir marga. Ísland hefur aldrei verið með háa atvinnuleysisprósentu en árið 2010 fór sú prósenta í sögulegt hámark eða 9,3%. Það voru margir íslendingar sem fluttu á aðrar slóðir á þessum árum sem fylgdu eftir hrun, margir til Noregs og Danmerkur og fleiri landa.

Það er áratugur liðinn síðan að þessi ósköp dundu á þjóðinni og hefur Ísland eflaust verið eitt það land sem hefur tekið lengstan tíma að rétta úr kútnum. Þó virðast íslendingar alltaf harka af sér og má segja að þjóðin sé komin á rétt ról eftir allan þennan tíma. Á síðastliðnum árum hefur atvinnuleysisprósentan hrunið og samkvæmt mælingum Hagstofu Íslands sem gerðar voru í júní 2018 var atvinnuleysi á Íslandi í 3,1%.Image result for Hagstofu Íslands

Ferðamálaiðnaðurinn hefur haft mikið að segja í þessu samhengi en aukinn ferðamannastraumur til Íslands hefur boðið upp á mikla möguleika fyrir fólk og fyrirtæki landsins. Ísland varð skyndilega landið sem allir vildu heimsækja og skal engan undra, enda er Ísland skrýtt óviðjafnanlegri náttúru, stórskemmtilegum þegnum og líflegum borgum og bæjum. Ferðaiðnaðurinn hefur glætt atvinnulífið á Íslandi og þar virðist ekkert lát vera á en Ísland er ennþá vinsæll áfangastaður fyrir ferðalanga allstaðar að úr heiminum. Á síðastliðnum árum hafa milljónir ferðalanga heimsótt landið frá öllum heimshornum og íslendingar taka öllum gestum landsins fagnandi.

Íslendingar eru vinnusöm og stolt þjóð sem lætur ekki bugast á erfiðum tímum. Þeir láta heldur frumleika, þrautseigju, þrjósku og bjartsýni vera að leiðarljósi sínu á erfiðum tímum og uppskera eftir því, enda hörkuduglegir og viljugir til að vinna að sínum markmiðum.

Leave a Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *