Á Íslandi eru fjölmargar ferðir í boði fyrir áhugasama. Viltu fara í hvalaskoðun, sjá norðurljós í allri sinni dýrð eða kannski lauma þér á bakvið foss? Hér er stungið upp á nokkrum skemmtilegum ferðum sem þú getur nýtt þér á ferðinni um Ísland.

Suðurlandið er með stórbrotið og glæsilegt landslag og því er tilvalið að fara í dagsferð með rútu um suðrið þar sem leiðsögumaður mun fræða ykkur um allt sem fyrir augu ber. Stoppað er við Seljalandsfoss og Mýrdalsjökul svo fátt eitt sé nefnt. Þessar ferðir eru stórskemmtilegar fyrir einstaklinga sem og hópa.

Hvalaskoðun nýtur ætíð vinsælda meðal ferðamanna á Íslandi og skal engan undra enda er um stórskemmtilegar ferðir að ræða. Það er frábær upImage result for Á ferðinni um Ísland - Eyjar, Ísafjörður og Reykholtplifun að sjá hvali í sínu náttúrulega umhverfi og við mælum eindregið með því að fara í eina slíka á meðan á ferðalaginu stendur. Þessar ferðir taka um það bil tvo tíma og eru í boði víðast hvar um landið. Passaðu þó upp á að hafa með þér hlý föt, því það getur orðið svolítið svalt á sjónum.

Sífellt fleiri fara í rútuferðir frá Reykjavík til að sjá norðusljósin dansa um himininn og ætti það ekki að koma neinum á óvart, enda er undursamlegt að sjá slíka dýrð. Þessar ferðir fara fram á kvöldin og taka um það bil 3-4 tíma, en keyrt er út fyrir Reykjavík til að forðast raflýsinguna í borginni svo að njóta megi norðurljósanna til fulls. Frábær leið til að skemmta sér að kvöldi til.

Sértu svolítið ævintýragjarn þá er hægt að fara í köfunarleiðangur í Silfru á Þingvöllum. Undir kristaltæru yfirborði Silfru er undraverður heimur í djúpum hraunsprungum. Þar hafa myndast hellar sem hægt er að synda inn í og skoða. Köfun í Silfru er frábrugðin öðrum sambærilegum ferðum og því er vel þess virði að skella sér í slíka ferð.