Hjónavígslur á Íslandi

Ertu á leiðinni til Íslands og ert í giftingarhugleiðingum? Því ekki að taka skrefið alla leið og gifta sig á Íslandi?Image result for Hjónavígslur á Íslandi

Á undanförnum árum hefur ferðamannastraumur til Íslands aukist og er Ísland einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna síðastliðinna ára. Á sama tíma og ferðamenn hafa flykkst til landsins hefur hjónavígslum hjá ferðamönnum á Íslandi fjölgað svo um munar. Ástfangnir ferðamenn um allt land finna sér ýmist fallega kirkju, foss, laut eða geysi til að gifta sig við enda er ekki á hverjum degi sem þér býðst að taka giftingamyndirnar þínar á bak við Seljalandsfoss, rétt við sjálfan Geysi eða á Þingvöllum, elsta þingi heims. Flestir ferðamenn leita til þjónustu Siðmenntar, félags siðmenntaðra húmanista til að sjá um vígslurnar. Siðmennt býður upp á svipaða þjónustu og kirkjur Íslands gera, þ.e. hjónavígslur, útfarir, skírnir og fermingar.

Formaður Siðmenntar, Sigurður Hólm, segir að ásókn í þjónustur félagsins, og þá sér í lagi hjónavígslur, hafi stóraukist á síðastliðnum árum. Fjöldi íslendinga sem hafa nýtt sér þjónustu Siðmenntar hefur tvöfaldast á síðastliðnum fimm árum. Aftur á móti hefur fjöldi ferðamanna sem hefur nýtt sér þessa þjónustu margfaldast á sama tíma og vilja þeir oft gifta sig úti í íslenskri náttúru.

Athafnir Siðmenntar eru frábrugðnar hefðbundnum kirkjuvígslum. Þær eru iðulega mun smærri og persónulegri og verðandi hjón geta beðið um hvaða staðsetningu sem er. Vígslur félagsins hafa farið fram á hinum ýmsu stöðum í íslenskri náttúru, við fossa og í hellum, í heimahúsum eða í görðum fólks. Einnig hefur Siðmennt séð um nokkrar vígslur í Fríkirkjunni í Reykjavík en þar er leyfilegt að veraldlegar vígslur séu gerðar.

Þeim fer fjölgandi sem vilja hjónavígslu sem er óháð trúarbrögðum og þá er þjónusta Siðmenntar tilvalin. Hvort sem þú ert íslendingur eða erlendur ferðamaður þá mun Siðmennt sjá um vígsluna þína með gleði og fara með þér hvert á land sem er til að þú og þinn verðandi maki séuð í hinu fullkomna umhverfi.

Leave a Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *