Hinsegindagar á Íslandi

Hin árlega Gleðiganga á sér stað í ágúst ár hvert í Reykjavík og víðar um landið. Gleðigangan er hluti af Hinsegindögum, hátíð hinseginfólks sem hafa þurft að berjast fyrir tilverurétti sínum. Ísland er eitt af fremstu löndum í heimi þegar kemur að réttindum hinseginfólks og meirihluti íslensku þjóðarinnar tekur þátt í Gleðigöngu um allt land. Þó er hátíðin stærst í Reykjavík og hefur fjöldi þeirra sem hafa komið og horft á gönguna farið upp í 150.000 en það er nánast hálf þjóðin.Image result for Hinsegin Dagar á Íslandi

Ganga hinseginfólks á Íslandi hefur þó ekki verið neinn dans á rósum í gegnum áratugina, ekki frekar en annars staðar í heiminum. Samkynhneigðir voru spottaðir, hæddir og lagðir í einelti sem varð til þess að þeir læddust með veggjum og huldu kynhneigð sína eftir bestu getu. Þó voru þáttaskil í baráttu samkynhneigðra á seinni parti 8. áratugarins en árið 1978 voru Samtökin ’78 stofnuð. Einn aðalstofnandi samtakana, Hörður Torfason, var fyrsti þjóðþekkti íslendingurinn sem kom opinberlega “út úr skápnum” fyrir alþjóð og uppskar erfiðar tíðir fyrir sem varð til þes að hann flúði land í nokkra áratugi. Hann tók þátt í stofnun Samtakana ’78 frá Danmörku og hélt baráttunni áfram þegar hann kom afutr heim snemma á 10. áratugi síðustu aldar.

Mikil þróun átti sér stað á landinu frá miðjum 10. áratuginum en árið 1996 fengu samkynhneigðir lagalega staðfesta sambúð í fyrsta skipti á Íslandi. Eftir þessi tímamót var leiðin upp á við í baráttunni en á síðastliðnum tveimur áratugum hafa lög um fordóma verið sett, samkynhneigðir mega gifta sig og ættleiða á Íslandi og flestir íslendingar láta það sig engu varða hver kynhneigð annarra er. Frá 2009-2013 státuðu íslendingar af fyrsta opinberlega samkynhneigða forsætisráðherra heims, Jóhönnu Sigurðardóttur og Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur frá 2010-2014 tók virkan þátt í Gleðigöngunni þau ár sem hann var við embætti.

Sértu á ferðini í Reykjavík í ágúst vonum við að þú takir þátt í gleðinni!