Sértu á ferðalagi um Ísland að hausti eða vetri til þá er margt og mikið sem þér stendur til boða rétt eins og á sumrin. Þó viljum við benda gestum okkar á einstaklega skemmtilegar ferðir fyrir alla sem eru áhugasamir um dýr og vilja einstaka upplifun á Íslandi.Image result for Hestaleigur og hundasleðar

Íslenski hesturinn er einstaklega skemmtileg skepna og er dáður um allan heim. Því mælum við sérstaklega með því að gestir landsins njóti þess að skella sér á bak á meðan á dvöl stendur. Í Hveragerði er hestaleigan Eldhestar og bjóða þeir upp á ferðina “Miðvetrargleði” sem er aðgengileg frá 1. september til 30. apríl. Þá eru gestir sóttir á hótel til Reykjavíkur og keyrðir til leigunnar í Hveragerði þar sem er farið á bak í klukkustund. Eftir reiðtúrinn er farið í sund í Sundlaug Hveragerðis til að slaka á. Þar eftir er farið á Hótel Eldhestar þar sem gestum er boðið upp á léttan hádegisverð áður en haldið er aftur til Reykjavíkur. Þarna er um stórskemmtilega ferð að ræða með þaulreyndum reiðmönnum og fallegum hestum.

Fyrir norðan, nánar tiltekið við Mývatn, er Snow Dogs. Snow Dogs er fyrirtæki sem býður gestum sínum upp á hundasleðaferðir með vel þjálfuðum og skemmtilegum siberian husky hundum. Í boði eru 1-2 tíma sleðaferðir með hundunum þar sem þeir spretta vel úr spori með sleðana í eftirdragi. Oftast eru 2 aðilar á hverjum sleða og stjórnandi sleðans. Einnig býður Snow Dogs upp á ferðir á sérstökum kerrum á sumrin og svo er líka hægt að koma og heilsa upp á hundana án þess að fara í ferð. Þarna býðst einstakt tækifæri sem er ekki á hverju strái á Íslandi og mælum við með að fólk sem er á ferðinni um norðurlandiðstoppi við á Mývatni fyrir þessa einstöku ferð. Þarna færðu frábæra upplifun með skemmtilegum hundum og fólki.