Íslendingar eru metnaðarfullir þegar kemur að því að keyra upp á jökla og í erfiðum aðstæðum. Því eru íslendingar duglegir að Image result for Einstakar jeppaferðir á Íslanditaka jeppa og breyta þeim í slík og þvílík tryllitæki að annað eins er ekki sjáanlegt á hverju strái. Árum saman hefur ferðamönnum staðið til boða að fara í jöklaferðir á þessum tryllitækjum og viljum við benda gestum okkar á nokkra valmöguleika.

Katlatrack býður upp á afþreyingu fyrir erlenda ferðamenn um suðurland og þá helst með áherslu á syðsta punkt suðurlandsins, í kringum Vík. með það að markmiði að bjóða upp á afþreyingu fyrir erlenda ferðamenn um suðurland og með áherslu syðsta hluta landsins í kringum Vík. Eldfjallið Katla spilar stóran þátt í jeppaferðum Katlatrack en Katla er hættulegasta eldfjall sem íslendingar eiga. Katlatrack leggur sig fram við að gleðja viðskiptavini sína og því er hiklaust hægt að mæla með ferðum hjá þeim.

Into The Wild býður upp á margs konar jeppaferðir, bæði tilbúnar ferðir og einnig ferðir sem eru sniðnar að þörfum hvers og eins. Into The Wild er með reynda ökumenn sem fara með gesti sína um Þórsmörk, Landmannalaugar og Eyjaflajjajökul svo fátt eitt sé nefnt. Þá bjóða þeir upp á dagsferðir sem og 3-4 daga ferðir, norðurljósaferðir og ferðir um Gullna hringinn. Markmið Into The Wild er að ná hámarks upplifun fyrir viðskiptavini sína og því verður enginn svikinn af ferð með þeim.

Jöklajeppar ehf. hafa verið með sína starfsemi allt frá árinu 1994 og njóta sífelldra vinsælda þar sem þeir bjóða ferðir upp á Vatnajökul.

Ferðir eru farnar alla daga frá marsmánuði til októbermánaðar frá Vagnsstöðum þar sem keyrt er á sérstaklega útbúnum fjallajeppum á grýttum vegum í átt að Vatnajökli. Á leiðinni fá gestir tækifæri til að skoða kunnuglegt og skemmtilegt landslag sem hefur verið í mörgum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Má þar nefna The Secret Life Of Walter Mitty, Batman Begins, Tomb Raider: Lara Croft og Game of Thrones. Ómissandi skemmtun fyrir jökla- og kvikmyndaunnendur.