Langar þig að skoða þig um, fara í sögulegar ferðir eða prófa að sigla kajak í Ísafjarðardjúpi? Við viljum að þú skemmtir þér konunglega á Íslandi og því viljum við benda þér á nokkra valmöguleika fyrir ferðir hér og þar á landinu.Image result for Á ferðinni um Ísland - Eyjar, Ísafjörður og Reykholt

Vestmannaeyjar er eyjaklasi suður af Íslandi og ferjan Herjólfur fer frá Landeyjahöfn til eyjanna oft á dag. Stærsta eyjan er Heimaey og þar búa um 4.000 manns. Vestmannaeyjar búa yfir mikilli og merkilegri sögu og því er vert að eyða degi eða tveimur þar og skoða eyjuna. Eyjamenn bjóða upp á ferðir um eyjuna með leiðsögumanni og þar geta gestir eyjarinnar fræðst um sögu eyjanna, eldgosið í Heimaey og jafnvel hitt nokkra lunda en estmannaeyjar eiga þann heiður að vera með stærstu lundabyggð í heimi. Deginum er vel varið í Eyjum.

Vestfirðirnir eru einstakir og þar er margt og mikið sem ber fyrir augu og óendalega mikið sem hægt er að gera á þessum slóðum. Á Ísafirði er boðið upp á ferð til Folafóts sem er lítill skagi í Ísafjarðardjúpi. Þangað er ekki hægt að fara akandi og því er boðið upp á einstaka kajakferð til Folafóts. Þarna færðu einstaka sýn á Ísafjarðardjúpið og Drangsjökul og leið þinni á kajakinum er ekki ólíklegt að þú munir rekast á nokkra seli og jafnvel hvali sem gerir ferðalagið einstaklega skemmtilegt. Einstök og skemmtileg ferð sem svíkur engan.

Snorrastofa í Reykholti býður upp á ferðir um svæðið með leiðsögumanni en þar er farið yfir sögu staðarins, sögu Snorra Sturlusonar, eins nafntogaðasta íslendings fyrr og síðar. Í Reykholti er Snorralaug sem talið er að hafi verið hlaðin á 13. öld. Sýningin “Saga Snorra” er í boði fyrir gesti alla daga í Snorrastofu þar sem þú færð söguna um Snorra beint í æð á þessum sögulegu slóðum. Frábær sýning sem er fullkomin fyrir þá sem vilja fræðast betur um sögu Íslands.