Velkomin á síðuna okkar, umfar.is. Við erum hér til að aðstoða þig þegar þú ert á ferðalagi um Ísland. Við viljum benda þér á alla þá dásamlegu og fallegu staði sem hægt er að heimsækja á landinu góða, hvar er best að gista, hvar er skemmtilegast að skella sér út á lífið og hvar er best að slaka á og njóta lífsins.Image result for Velkomin

Á undanförnum árum hefur ferðamannastraumur til Íslands aukist svo um munar og milljónir heimsækja landið á ári hverju. Ísland er einstakt land og íslendingar ekki síður einstakir, fullir af gestrisni og taka gestum landsins fagnandi. Hvort sem þú ferðast til landsins að sumri, vetri, hausti eða vori þá er alltaf eitthvað skemmtilegt um að vera á öllu landinu. Því hvetjum við þá sem eru að hugleiða ferðalag að leggja leið sína til þessa fallega lands.

Við leggjum okkur fram við að skoða hvað er um að vera hverju sinni, fræðum gesti okkar um menningu og líf á Íslandi og afþreyingu að hætti íslendinga, útivist, hátíðir og hina al-íslensku sundlaugamenningu. Upplýsingar um hótel og veitingastaði finnurðu einnig hjá okkur sem og upplýsingar um afþreyingar upp um fjöll og fyrnindi. Umfar.is er með fréttir líðandi stundar frá Íslandi sem og erlendis frá.Image result for Velkomin

Sértu að hugleiða ferðalag til Íslands eða ert nú þegar kominn til landsins sem við öll elskum þá erum við hér til að aðstoða þig og fræða þig um það sem um er að vera á landinu öllu.

Vertu velkominn til Íslands, lands elds og íss, álfa og trölla.